top of page

Blái trefillinn skilar betri lífsgæðum fyrir þinn ástvin, son, föður, afa, bróður, frænda eða vin með krabbamein í blöðruhálskirtli

Blaitrefillinn_mynf_folk.jpg

Ef þú átt ástvin, faðir, son, bróðir, frænda eða vin með krabbamein í blöðruhálskirtli - láttu hann vita að hann gangi ekki einn!!

Blái trefillinn - tákn um umhyggju fyrir karlmönnum sem fá blöðruhálskirtilskrabbamein


Krabbameinsfélagið Framför - félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda stendur fyrir styrktar- og vitundarátakinu Blái trefillinn.

Átakið er vitundarvakning um krabbamein karla í blöðruhálskirtli sem félagið stendur fyrir á hverju ári. Fjölbreyttir viðburðir eru tengdir þessu átaksverkefni, en aðalmarkmiðið er að selja Bláa trefilinn, tákn félagsins um þann kærleik og ábyrgð sem félagið hefur varðandi stuðning við karla með krabbamein í blöðruhálsi, þeirra maka og aðstandendur. 

Blái trefillinn miðar að því að vekja athygli, skilning og þekkingu á meðferð blöðruhálssjúkdóma almennt og krabbameins í blöðruhálsi sérstaklega. Með því að sameina krafta sína á þessum árlega viðburði fara helstu stefnumótendur, stuðningsaðilar og vísindasamtök yfir og ræða hvernig best sé að veita sjúklingum heildstæðari og persónulegri umönnun.

Blái trefillinn er táknræn framsetning á því samfélagi, stuðningi, þjónustu, fræðslu og samkennd sem Framför stendur fyrir (sjá) til að bæta lífsgæði karlmanna með blöðruhálskrabbamein og hjá þeirra mökum og aðstandendum. Með því að umvefja þessa aðila með Bláa treflinum er verið að skapa þeim sterkari stöðu til að eiga við það risastóra verkefni að lifa með þessum sjúkdómi.

Fjórir karlar greinast og einn lætur lífið í hverri viku

Blái trefillinn er öflug vitundarvakning til karlmanna um krabbamein í blöðruhálsi og þeirra maka og aðstandenda um hvernig hægt sé að lifa með þessum sjúkdómi og ná fram góðum lífsgæðum. Það greinast um fjórir karlmenn í hverri viku með þetta krabbamein og einn er að látast úr þessu krabbameini í hverri viku. Það eru um 2300 karlmenn með virkt krabbamein í blöðruhálsi á Íslandi.

Hvert fara fjármunir í þessu átaki?

Allir fjármunir sem safnað er í átakinu Blái trefillinn fara til að byggja upp forvarnir, þjónustu og samfélag fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálsi og til að bæta lífsgæði þeirra, þeirra maka og aðstandenda.

Hvers vegna þarf þetta átak?

Markmiðið með Bláa treflinum er að að skapa karlmönnum með krabbamein í blöðruhálsi og þeirra mökum og aðstandendum bestu fáanlegu lífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni. Okkar sýn er líka að finna leið til skimunar á þessu krabbameini og koma í veg fyrir að karlmenn látist úr þessum sjúkdómi. Með þessu átaki er verið að biðla til allra þeirra sem eiga eiginmann, faðir, afa, son, bróður, frænda eða vin með krabbamein í blöðruhálsi að sameinast um að hjálpa okkur við að skapa þeim öllum betri lífsgæði. Þetta er þitt tækifæri til að styðja við bakið á ykkar manni.

Blái trefillinn 7. nóvember - blað um krabbamein í blöðruhálskirtli

Þann 7. nóvember 2024 kemur út blaðið Blái trefillinn sem sérblað með Morgunblaðinu. Þar var fjallað um helstu hagsmunamál karlmanna sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Þinn stuðningur gerir kraftaverk!

Við viljum framtíð þar sem líf karla takmarkast ekki af krabbameini í blöðruhálskirtli.

 

Við vinnum að því að koma í veg fyrir að krabbamein í blöðruhálskirtli taki líf karlmanna og skaði þeirra líkama og sál.

 

Við sameinum framsækin vísindi og heilsugæslu við ástríðufullt og umhyggjusamt fólk til að aðstoða karla við að lifa lengur og betur.

Okkar starfi er ætlað að leggja grunn að breyttri hugsun í samfélaginu, opna fyrir skilning á því að hægt sé að stöðva þennan faraldur og skapa þeim sem upplifa þetta bestu lífsgæði á hverjum tíma.

Þú ert að hjálpa þínum manni!


Við þurfum þig og alla hina til að taka þátt í okkar starfi, fólk sem er tilbúið að gefa sinn tíma, peninga og rödd til að hafa áhrif á sitt samfélag og ​​krefjast breytinga.

 

Við þurfum samstarf við allt samfélagið til að afla fjármagns til rannsókna og til að hefja fleiri samtöl um krabbamein í blöðruhálskirtli við karlmenn í starfi og inn á þeirra heimili.

Okkar áætlun byggir á því að sameina umhyggjusamt og traust fólk til að ganga í lið með okkur og fjárfesta með sinni þekkingu, áhrifum, tíma og peningum í framtíð okkar manna.

Þinn maður þarf á þér að halda!!

Myndband um krabbamein í blöðruhálskirtli

Við getum læknað líkamlega sjúkdóma með lyfjum en ekkert læknar einsemd, örvæntingu og vinleysi nema kærleikur. Margir hér í heimi deyja af því þá skortir brauð en miklu fleiri deyja úr skorti á kærleika.

Markmiðið
með Bláa treflinum

Okkar markmið er að skapa karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra mökum og aðstandendum bestu fáanlegu lífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni.

shutterstock_535907578.jpg
Our Mission
shutterstock_522004306.jpg

Okkar sýn
varðandi Bláa trefilinn

Okkar sýn er að Blái treflinn fjármagni umhverfi sem skapi betri lífsgæði fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendur og leggi grunn að leið til að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli.

Hringja og styrkja

Það er auðvelt að styrkja í síma.

Sími: 5515565

bottom of page