Málþing um líf, heilsu og lífsgæði karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli
lau., 09. nóv.
|Krabbameinsfélagið
Málþingið byggir á að kynna áherslur hjá Framför og samstarfsaðilum varðandi forvarnir, snemmgreiningu, endurhæfingu og endurbyggingu nýrrar sýnar á sjálfan sig í ferlinu gegnum greiningu, meðferð og stundum langvinn veikindi hjá körlum eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli.
Tími og staðsetning
09. nóv. 2024, 14:00 – GMT – 15:30
Krabbameinsfélagið, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, Iceland
Nánari upplýsingar
MÁLÞING BLÁA TREFILSINS 9. NÓVEMBER 2024 - haldið í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í Reykjavík
Áherslur á Málþingi Bláa trefilsins 2024
Áherslur verða bæði á forvarnir, snemmgreiningu, endurhæfingu og endurbyggingu nýrrar sýnar á sjálfan sig í ferlinu gegnum greiningu, meðferð og stundum langvinn veikindi hjá körlum eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli.
Átaksverkefninu Blái treflinum í nóvember á árinu 2024 er ætlað að sýna hvernig forvarnir og endurhæfing margra aðila eru saman að skapa möguleika á betra lífi, betri heilsu og betri lífsgæðum fyrir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Í Bláa treflinum 2024 verður lögð áhersla á að Krabbameinsfélagið Framför og samstarfsaðilar sýni og kynni það öfluga forvarnar- og endurhæfingarumhverfi sem þessir aðilar hafa byggt upp fyrir karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Samstarfsaðilar í Bláa treflinum í nóvember 2024