top of page

lau., 12. nóv.

|

Blátt málþing - kynlíf og nánd

Blátt málþing um kynlíf og nánd eftir meðferðir við krabbameini í blöðruhálskirtli

Kynlíf og nánd, kynheilsa karla eftir blöðruhálskirtilskrabbamein og læknismeðferðir og kynlífsbati eftir blöðruhálskirtilskrabbamein.

Registration is Closed
See other events

Tími og staðsetning

12. nóv. 2022, 13:30 – GMT – 15:00

Blátt málþing - kynlíf og nánd, Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík, Iceland

Nánari upplýsingar

Blátt málþing: 

Kynlíf og nánd eftir blöðruhálskirtilskrabbamein.

1. Kynlíf og nánd

 • -uppspretta lífsgæða
 • -heilbrigð kynsvörun
 • -kynhvöt sem afleiðing
 • -þríeyki kynheilsu

2. Kynheilsa karla eftir blöðruhálskirtilskrabbamein og læknismeðferðir

 • -á hvern hátt getur greining og meðferð krabbameins haft áhrif á náið samband, kynlíf, líkamsímynd og karlmennsku?
 • - EUPROMS könnunin
 • -samanburður á kynheilsu karla ( út frá kynlífsvirkni áður en krabbameinsmeðferð hófst)

3. Kynlífsbati eftir blöðruhálskirtilskrabbamein

 • -hvaða hjálp fá karlar sem upplifa kynlífserfiðleika eftir greiningu blöðruhálskirtilskrabbameins og hver er reynsla þeirra af þessum úrræðum? (breskir karlar-rannsókn, EUPROMS rannsóknir, hvar og í hvaða formi eru úrræði sem bjóðast hérlendis?)
 • - hvaða úrræðum er oftast mælt með vegna kynlífsvanda karla eftir meðferð blöðruhálskirtilskrabba?
 • -meðferðarheldni á læknisfræðilegum úrræðum hjá körlum með ristruflanir í kjölfar blöðruhálskirtilskrabba
 • - hvað er kynlífsendurhæfing og í hvað er raunhæfur risbati
 • - bætt skurðtækni og hverju hefur hún breytt í sambandi við risbata eftir róttækt brottnám blöðruhálskirtils?
 • -áhrif góðs parsambands og stuðning frá maka í kynlífsbata (dregur úr streitu sem tengist breytingum á kynlífi og nánd eftir krabbamein)
 • -hverjar eru helstu þrjár leiðir í kynlífsbata (sexual recovery)?

4. Reynsla af aukaverkunum eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli

5. Niðurstöður Euorpromt skoðanakönnunar kynntar

6. Kynnt vinnusmiðja í Nánd og kynlífi sem verður í janúar 2023

Share This Event

bottom of page