top of page

Blái trefillinn - sjónvarpsþáttur

sun., 13. nóv.

|

Hringbraut sjónvarpsstöð

Blái trefillinn á Hringbraut er sjónvarpsþáttur þar sem fjallað verður um málefni karlmanna sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hvernig eru karlar að upplifa þetta verkefni og ekki síður aðstandendur og þá kannski sérstaklega þeirra makar.

Tími og staðsetning

13. nóv. 2022, 20:00 – 21:00

Hringbraut sjónvarpsstöð

Nánari upplýsingar

Krabbamein í blöðruhálsi er um 25% af öllum krabbameinum og á hverju ári greinast um 220 karlar með þetta krabbamein. Það deyr um einn karl í hverri viku á Íslandi úr krabbameini í blöðruhálskirtli og á árinu 2020 var þetta algengasta krabbameinið í Íslandi. Það er ennþá því miður ekkert skimunarprógramm til að hjálpa til við að greina krabbamein í blöðruhálskirtli á fyrstu stigum og kannski þess vegna sem þetta krabbamein hefur ekki fengið sambærilega athygli eða úrræði sem önnur krabbamein hafa fengið. 

Nýleg rannsókn Europroms sem gerð var af Euomo evrópusamtökum félaga karla með þetta krabbamein er líklega fyrsta lífsgæðakönnunin sem gerð er varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli og unnin af sjúklingum fyrir sjúklinga. Niðurstöður  könnunarinnar eru því meira hannað fyrir almenning en vísindafólk. Þetta eru „skyndimyndir“ af því hvaða lífsgæðavandamál karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli upplifa á ákveðnum tímapunkti. Krabbameinsfélagið Framför hefur þessar niðurstöður til hliðsjónar í sínu starfi til að bæta lífsgæði karla sem greinast með þetta krabbamein.

Share This Event

bottom of page