2022 Blaitrefillinn -1200x628 vefur.jpg
Blái trefillinn er átaksverkefni sem tileinkað er körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum

Krabbameinsfélagið Framför er með ráðgjöf og faglegan stuðning fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli í samstarfi við Félag þvagfæraskurðlækna, Krabbameinsfélagið og Ljósið, starfrækir stuðningshópa og samfélagslegt umhverfi sem stuðlar að aukinni félagslegri virkni og fræðslu sem stuðlar að betri lífsgæðum fyrir þessa karla og þeirra aðstandendur.

 

Blái trefilinn árleg vitundarvakning í nóvember um krabbamein í blöðruhálskirtli er tákn um þann kærleik og ábyrgð sem við höfum öll fyrir að skapa okkar körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli, þeirra mökum og aðstandendum bestu lífsgæði. 

 

Með því að kaupa Bláa trefilinn ertu að styðja við bakið á

þínum ástvini, faðir, afa, bróðir, frænda eða vin með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Takk fyrir stuðninginn!

Bláa gangan 5. nóvember - taktu þátt

Sýndu þínum manni stuðning í verki

20211114_101026.jpg

Bláa blöðruháls gangan 2022 verður í Heiðmörk sunnudaginn 6. nóvember kl 14:00

 

Blái blöðruháls göngudagurinn var fyrst haldinn í Heiðmörk í nóvember 2021. Það mætti góður hópur til að ganga og undirstrika slagorðið "Þú gengur ekki einn". Allir fá kaffi og kakó að lokinni göngunni!

Blái blöðruháls göngudagurinn markar alltaf upphafið á sölu á styktarpinna Bláa trefilsins.

Peningar eru nytsamlegir, en kærleikurinn, athyglin og umhyggjan sem við berum fyrir öðrum er það sem mestu skiptir. 

Móðir Teresa - úr "A Life for God"

Við þurfum þinn stuðning
til að geta miðlað okkar kærleik og umhyggju!