blaitrefillinn_myndvefsida1_breytt11a.jpg
Smelltu hér til að sjá
hvað krabbamein
í blöðruhálsi er

Ef þú átt ástvin, föður, afa,
son, bróðir, frænda eða vin með

krabbamein í blöðruhálsi
láttu hann vita að
hann gangi aldrei einn!!

Blái trefillinn 2021

Blái trefillinn er árlegt átaks- og fjáröflunarverkefni hjá Krabbameinsfélaginu Framför, félagi karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda. 

 

Með kaupum á barmnælunni Bláa treflinum styður þú við þinn mann við greiningu á krabbameini í blöðruhálsi, í virku eftirliti, í meðferð eða eftir meðferð, hans maka og aðstandendur. Stuðningur og aðstoð er án endurgjalds. Takk fyrir að styðja þinn mann. Hann kann að meta það.

Salan á Bláa treflinum hefst á Bláa blöðruháls göngudeginum 14. nóvember

Bláar göngur 14. nóvember - taktu þátt

Sýndu þínum manni stuðning í verki

Meiri möguleiki á sigri hjá þínum manni

20211114_101026.jpg
20211114_103333.jpg

Blái göngudagurinn 
sunnudaginn 14. nóvember

Blái göngudagurinn var haldinn sunnudagurinn 14. nóvember. Gengið var á klukkutíma fresti og það mætti góður hópur til að ganga og undirstrika slagorðið "Þú gengur aldrei einn".

Allir fengu kaffi og kakó að lokinni göngu!

Þessi dagur markaði upphafið að söluherferðinni á Bláa treflinum

Peningar eru nytsamlegir, en kærleikurinn, athyglin og umhyggjan sem við berum fyrir öðrum er það sem mestu skiptir. 

Móðir Teresa - úr "A Life for God"

Við þurfum þinn stuðning í dag!

Taktu þátt

Vertu til staðar

shutterstock_1398150593.jpg