Blái trefillinn 2024
Stöndum saman gegn krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum í árlega átaksverkefninu Bláa treflinum í nóvember sem Krabbameinsfélagið Framför stendur fyrir.
Með því að kaupa nælu Bláa trefilsins eða gerast styrktarvinur ert þú að leggja þitt af mörkum til að þinn maki, afi, sonur, bróðir, frændi eða vinur þurfi aldrei að ganga einn með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Krabbameinsfélagið Framför starfrækir batasamfélag fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur í samstarfi við Félag þvagfæraskurðlækna, Krabbameinsfélagið og Ljósið. Starfræktir eru stuðningshópar og samfélagslegt umhverfi með félagslegri virkni og fræðslu um betri lífsgæði.
Átaksverkefninu Bláa treflinum er ætlað að skapa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli, þeirra mökum og aðstandendum betri lífsgæði.
Forvarnir og stuðningur hjá Krabbameinsfélaginu Framför
-
PRAISE-U verkefnið snýst um skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli í Evrópu
-
Samstarf við Ljósið, Krabbameinsfélagið og Félag þvagfæraskurðlækna um upplýsingaferli við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.
-
Þrír starfandi stuðningshópar
-
Jafningafræðsla og ráðgjöf við greiningu
-
Bætt lífsgæði eftir meðferð - vinnusmiðja
-
EU-ProPER rannsókn á umhverfi maka karla sem greinast með þetta krabbamein.