top of page

lau., 09. nóv.

|

Krabbameinsfélagið Framför

BLÁI TREFILLINN 2024 - Málþing um Líf, heilsu og betri lífsgæði karla

Málþingið byggir á að kynna áherslur í heilsuforvörnum til að efla snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli, lifa lífi sem skapar bestu lífsgæði og endurhæfingu sem ætluð er til að stuðla að endurheimt lífsgæða sem voru fyrir meðferð.

BLÁI TREFILLINN 2024 - Málþing um Líf, heilsu og betri lífsgæði karla
BLÁI TREFILLINN 2024 - Málþing um Líf, heilsu og betri lífsgæði karla

Tími og staðsetning

09. nóv. 2024, 14:00 – GMT – 15:30

Krabbameinsfélagið Framför, Hverafold 1-3, 112 Reykjavík, Iceland

Nánari upplýsingar

MÁLÞING BLÁA TREFILSINS 9. NÓVEMBER 2024 - haldið í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í Reykjavík

Linkur til að horfa á netinu

Áherslur á Málþingi Bláa trefilsins 2024 – Líf, heilsa og lífsgæði  

Áhersla í efnisþáttum málþingsins er á heilsuforvarnir til að efla snemmgreiningu, að lifa lífinu í bestu lífsgæðum og endurhæfingu hjá körlum eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli til að efla lífsgæði þeirra og maka.

Átaksverkefninu Blái treflinum í nóvember á árinu 2024  er ætlað að sýna hvernig forvarnir og endurhæfing margra aðila eru saman að skapa möguleika á betra lífi, betri heilsu og betri lífsgæðum fyrir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Í Bláa treflinum 2024 verður lögð áhersla á að Krabbameinsfélagið Framför og samstarfsaðilar sýni og kynni það öfluga forvarnar- og endurhæfingarumhverfi sem þessir aðilar hafa byggt upp fyrir karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Efnistök í blaði Bláa trefilsins og á málþingi Bláa trefilsins 2024 byggja á því:

1. Hvernig reglulegt heilsueftirlit getur stuðlað að snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli - www.framforilifsgaedum.is

2. Hvernig áhersla á góðan lífstíl getur skapað betra líf, betri heilsu, betri lífsgæði og lengt lífið – www.framforilifsgaedum.is 

3. Hvernig endurhæfing eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli skapað betra líf, betri heilsu og betri lífsgæði  – www.ljosid.is 

Samstarfsaðilar í Bláa treflinum í nóvember 2024

Krabbameinsfélagið Framför, Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið endurhæfingamiðstöð og Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins.

Dagskrá á Málþingi Bláa trefilsins 9. nóvember 2024 (kl. 14:00-15:30)

1. Opnum á málþingi - Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar

2. Hvers vegna að leggja áherslu á lífsgæði í samfélaginu?

3. Krabbameinsfélagið - forvarnir og endurhæfing

4. Ljósið endurhæfingarmiðstöð - forvarnir og endurhæfing

5. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins - forvarnir og endurhæfing

6. Forvarnarátakið "Framfor í lífsgæðum" og opnun á vefsíðunni www.framforilifsgaedum.is - Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri Framfarar

7. Slit á málþingi - Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar

_______________________________________________________________________________________________________

Nánari lýsing á verkefninu Framför í lífsgæðum - www.framforilifsgaedum.is

Framför í lífsgæðum er samstarfsumhverfi þar sem Krabbameinsfélagið Framför, fyrirtæki og stofnanir sameinast um að aðstoða karla sem eru 50 ára og eldri við að setja upp aðgerðar áætlun um andleg, líkamleg og heilsufarsleg markmið. Þetta er aðstoð við að leggja grunn að persónulegri aðgerðaráætlun um betri lífsgæði fyrir þá sem taka þátt. Markmiðið með verkefninu www.framforilifsgaedum.is er að fá karlmenn á efri árum til að njóta lífisins betur og ástunda reglulegt heilsueftirlit. Lögð verður áhersla á að leggja grunn að betri heilsu á efri árum og efla snemmgreiningu á krabbameini á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Boðið verður upp á persónulega aðgerðaráætlun til að efla hreyfingu, stuðla að hollu mataræði, viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, leggja grunn að hóflegri drykkja, að reykja ekki og vera með reglulegt eftirlit með eigin heilsu. Aðgerðaráætlunin byggir á áherslum á niðurstöður Harvard rannsóknar (sjá) um að karlar geti bætt allt að tólf árum við lífið með því að ástunda og hafa í huga 5 atriði:

  1. Ástunda hreyfingu
  2. Holt og heilbrigt mataræði
  3. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd
  4. Drekka áfengi í hófi
  5. Ekki að reykja

Að vinna með aðgerðaráætlunina Framför í lífsgæðum er eins og að vinna með íþróttaþjálfara. Þátttakendur setja inn sín markmið og síðan vinnur hver þátttakandi samkvæmt sinni aðgerðaráætlun og við hjálpum hverjum og einum að ná framförum. Framför í lífsgæðum aðstoðar við að forgangsraða fyrirliggjandi markmiðum til að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli. Hver þátttakandi þarf að greina eigin  stöðu og við síðan aðstoðum síðan við að þróa aðgerðaráætlun til að ná þeim árangri sem hver og einn stefnir að.

​Til boða verða námskeið, fyrirlestrar og vinnustofur á netinu til að aðstoða þátttakendur við að ná árangri og efla eigin stöðu í lífinu. Það eru í raun engin takmörk, ef sterkur vilji er til staðar.​

Hvað fá þátttakendur í samstarfi við Framför í lífsgæðum:

  • Leiðbeiningar um að gera breytingar á þínu lífi og hvar á að byrja.
  • Aðstoð við þín að setja markmið að ná þeim.
  • Aðstoð við að ná meiri árangri í lífinu.
  • Upplifun á breytingu á eigin lífsstíl og hvernig best er að gera það?
  • Aðstoð við að setja upp áætlun um reglulegt eftirlit með eigin heilsu með áherslu á snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.

Aðgerðaráætlunarumhverfið og fræðslan á netinu verður opnað á árinu 2025

Gert er ráð fyrir kaffi um mitt málþing.

Share This Event

bottom of page